Lögveðsréttur samkvæmt lögum um fjöleignarhús

Samkvæmt lögum um fjöleignarhús hvílir skylda til að greiða hlutdeild séreignar í sameiginlegum kostnaði fjöleignarhúss á þeim aðila sem er eigandi hennar á hverjum tíma. Þegar íbúðareigandi greiðir ekki sinn hlut í sameiginlegum kostnaði eða hússjóði og hinir íbúðareigendurnir greiða hans hluta, eignast húsfélagið og einstakir eigendur lögveð í eignarhluta hans.  Lögveðsheimild þessa er að finna í lögum um fjöleignarhús og er þar um að ræða veðréttindi sem stofnast eftir beinum fyrirmælum laganna.  Með lögveðsákvæði þessu hefur húsfélaginu og eigendum verið tryggð betri réttarstaða en öðrum skuldheimtumönnum viðkomandi skuldara.  Lögveðsrétturinn fyrnist á einu ári og því er mikilvægt fyrir húsfélög að vera vel á verði og grípa til viðeigandi ráðstafna vegna vanskila einstakra eigenda eins fljótt og unnt er.

Lesa Meira