Grenndarreglur um lóðamörk.

Eigendum samliggjandi lóða ber skylda til að standa saman að frágangi á lóðarmörkum. Skylda í því efni er rík en nær þó ekki lengra en til að  girða og afmarka af lóðir með venjulegum hætti og til tilfæringa og ráðstafanna til að koma í veg fyrir tjón, hættu, vansa eða óprýði. Ef annar hvor eigenda vill af einhverjum ástæðum ganga lengra en hóflegt og venjulegt getur talist þá getur hann almennt ekki knúið það fram með lagalegum úrræðum og fengið hinn eigandann dæmdan til að taka þátt í kostnaðinum.

Lesa Meira

Gróður á lóðarmörkum

Húseigendafélagið hefur á undanförnum vikum fengið margar fyrirspurnir um réttarstöðu eigenda fasteigna vegna gróðurs á lóðarmörkum. Ýmis vandamál geta skapast vegna slíks gróðurs og er aðallega um að ræða vandamál vegna apa.  
Því er nú einu sinni þannig farið að hávaxin tré geta verið einum til blessunar og öðrum til bölvunar.  Þannig geta tré sem eru einum til skjóls byrgt útsýni og sólu fyrir öðrum.  Dæmi eru einnig um að tré slúti yfir bílastæði og af þeim falli límkenndur vökvi, t.d. á bifreiðar sem undir þeim standa eða að trjágreinarnar hreinlega rispi bíla, sem leið eiga um.  Jafnframt eru þess dæmi að rótarkerfi trjáa hafi valdið skaða á frárennslislögnum húsa, stéttum og malbiki.  

Lesa Meira

Lóðin mín og lóðin þín

Nú er sá tími kominn að fólk er að skríða undan vetrinum og farið að huga að fjölmörgum hlutum er varða framkvæmdir á  lóðum og utanhússframkvæmdir almennt til að undirbúa vorið og sumarið. Húseigendafélagið fær fjölmargar fyrirrspurnir þessu tengt inn á borð til sín.  Í greinarkorni þessu verður farið nokkrum orðum um þau meginatriði sem eigendur í fjöleignarhúsum þurfa að huga að við framkvæmdir á lóðum.

Lesa Meira

Óðar aspir og lóðamörk.

Borist hafa fyrirspurnir viðvíkjandi réttarstöðu og samskipti eigenda aðliggjandi lóða og þá sér í sér í lagi um aspir og frágang  lóðamörkum.  

Lesa Meira