Aðalfundir húsfélaga. Húsfundir. Undirbúningur. Framkvæmd. Fundarstjórn.

Aðalfundir steðja að.

Nú er brostinn á tími aðalfunda í húsfélögum fjöleignarhúsa sem halda ber fyrir lok apríl. Á aðalfundum er vélað um mikla hagsmuni eigenda og húsfélaga. Gjarnan eru teknar ákvarðanir um þýðingarmikil mál og dýrar framkvæmdir sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar og fjárútlát.  Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar um framkvæmdir og greiðsluskyldu eigenda að hún hafi verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn.

Húsfundaþjónusta  tryggir lögmæta og árangursríka fundi.

Mörg  dæmi eru um húsfélög  sem hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna mistaka og rangra vinnubragða við undirbúning og framkvæmd húsfunda. Ábyrg húsfélög taka enga áhættu í þessu efni og leita í vaxandi mæli til Húseigendafélagsins eftir aðstoð við að undirbúa, boða og halda húsfundi (ráðgjöf, fundarboð, tillögur, fundarstjórn, fundargerð).  Með því má skapa öryggi og traust innan húsfélagsins og gagnvart viðsemjendum þess og fyrirbyggja deilur og fjártjón.  Liggur í augum uppi að húsfundir sem eru vel undirbúnir og stýrt af kunnáttu og þekkingu eru málefnalegri, markvissari og árangursríkari en ella. Nálgast má nánari upplýsingar um verð og eðli þjónustunnar hér