Húseigendafélagið vekur athygli á húsfundaþjónustu félagsins, sem felur í sér ráðgjöf og aðstoð við húsfundi. Um er að ræða alhliða húsfundarþjónustu, þ.e. lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð við fundarboð og tillögur og gagnaöflun. Tekin er mjög sanngjörn þóknun fyrir þessa þjónustu, sem miðast við hóflegt tímagjald. Húsfélög þurfa að vera í Húseigendafélaginu til að fá þessa þjónustu eða tillaga um félagsaðild sé á dagskrá fundarins. 

Lögmaður með sérþekkingu annast fundarstjórn og ritun fundargerðar er ýmist í höndum lögfræðings eða laganema.


Séð er fyrir fundarhúsnæði enda brýnt að húsnæði sé viðunandi og henti til funda.


Þjónustan tryggir lögmæta fundi og að rétt sé staðið að töku ákvarðana en á því vill oft verða misbrestur með afdrifaríkum afleiðingum. 

 


Á aðalfundum eru gjarnan teknar ákvarðanir um dýrar framkvæmdir og ráðstafanir, sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar fyrir húsfélög og veruleg fjárútlát, sem oft nema hundruðum þúsunda og stundum 1 til 2 milljónum fyrir hvern eiganda. Það er almennt forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar um viðhaldsframkvæmdir og fyrir greiðsluskyldu eigenda, að ákvörðunin hafi verið tekin á fundi sem er rétt og löglega boðaður og haldinn.

Samkvæmt fjöleignarhúsalögum gilda ákveðnar reglur um töku ákvarðana. Ákvörðun um sameiginleg málefni skal tekin á húsfundi, þ.e. aðalfundi eða almennum fundi. Það eru til mörg dæmi um húsfélög og stjórnarmenn þeirra, sem hafa orðið fyrir tjóni og skakkaföllum vegna þess að kastað var til höndum við undirbúning og framkvæmd húsfunda.

 

•    Húsfélög sem eru í félaginu eða samþykkja að ganga í það á fundinum greiða að lágmarki kr. 85.000.-, auk útlagðs kostnaðar og salaleigu. 

•    Sé óvenju mikil vinna við undirbúning fundar og fundarhaldið reiknast viðbótarþóknun samkvæmt tímagjaldi, með eða án álags. Gildir það einnig um fjölmenna og langa fundi. 

•    Framkvæmdarstjóri getur þegar sérstaklega stendur á heimilað að húsfélagi sem ekki er í félaginu verði veitt húsfundaþjónusta. Komi til þess skal þóknun fyrir þjónustuna vera allt að tvöfalt hærri en fyrir húsfélög í félaginu. Sama gildir ef tillag um inngöngu í félagið er felld á fundi. 

Húseigendafélagið hefur á undanförnum árum veitt húsfélögum ráðgjöf og aðstoð við húsfundi og m.a. haft á boðstólnum sérhæft hefti með ítarlegum leiðbeiningum og skýringum en greinilega er þörf á meiri og víðtækari aðstoð.


Þótt það virðist ekki vera mikið vandaverk að halda húsfundi, sem standast lagakröfur og eru bærir til að taka lögmætar ákvarðanir, þá reynist það oft þrautin þyngri.


Þeim húsfélögum sem vilja hafa allt á hreinu í þessu efni og leita aðstoðar Húseigendafélagsins fer fjölgandi með hverju árinu. Þrátt fyrir það fjölgar líka stöðugt málum þar sem vandræði og deilur hafa risið og rekja má til mistaka við ákvarðanatöku og fundahöld.  Má af öllu ráða að þörfin á meiri og frekari þjónustu við húsfélög á þessu sviði sé brýn og er þeirri nýjung, sem hér er kynnt, ætlað að svara þessari þörf.


Þess vegna og til að stuðla enn frekar að öryggihúsfriði og traustum húsfundum býður Húseigendafélagið húsfélögum á höfuðborgarsvæðinu upp á nýja og aukna þjónustu í þessu efni. Í því felst að aðstoða stjórnir húsfélaga við undirbúning fundafundaboðdagskrátillögur o.fl. Þá felur þjónustan í sér fundarstjórn og ritun fundargerðar.


Frá Húseigendafélaginu koma að hverjum fundi fundarstjóri og fundarritari. Fundarstjóri er lögmaður, sem hefur þekkingu, þjálfun og reynslu í fundahöldum ásamt þekkingu á sviði fjöleignarhúsamála. Lögfræðingar Húseigendafélagsins, sem eru sérfróðir í málefnum fjöleignarhúsa, koma einnig að þjónustunni og eru ráðgefandi um öll atriði hennar. 


Með því að nýta sér húsfundaþjónustuna mega húsfélög, eigendur og viðsemjendur húsfélaga treysta því, að húsfundur sé lögmætur og ákvarðanir hans séu teknar með réttum hætti og að fundarefnin hljóti afgreiðslu í samræmi við lög og fundarsköp. Þá má einnig fullyrða að fundur, sem þannig er undirbúinn og stjórnað verði að öllu leyti betri fundur, málefnalegri, markvissari og árangursríkari.


Fyrir þjónustuna er tekin mjög sanngjörn þóknun, sem miðast við hóflegt tímagjald og þann tíma, sem í verkið fer. Hér er boðin fram sérþekking, kunnátta og reynsla og er gjaldið fyrir þjónustuna lágt í ljósi þess og einnig þegar haft er í huga að hún fyrirbyggir deilur og fjártjón. Það er því mikið hagsmunamál fyrir alla eigendur að húsfundir séu rétt haldnir þannig að ákvarðanir þeirra verði ekki vefengdar síðar með þeim leiðindum og fjárhagslegu skakkaföllum sem því fylgir. Það getur því sannarlega orðið húsfélagi mjög dýrkeypt að spara sér ráðgjöf og aðstoð við húsfundi.

Panta húsfunda-þjónustu