1.    Lögfræðiþjónusta
    1.1.    Fyrir lögfræðiþjónustu er tekin þóknun miðað við þann tíma sem verkið tekur og tímagjald sem er nálægt helmingi þess sem lögmenn almennt taka. 
    1.2.    Tímagjaldið er kr. 14.000.- en fyrir fyrsta viðtalstíma (1/2 klst.) og verk sem taka ½ klukkustund eða skemmri tíma er þóknun kr. 12.500.- 
    1.3.    Ef viðtalstími er bókaður en ekki nýttur, og forföll eru ekki boðuð, áskilur félagið sér rétt til þess að innheimta gjald fyrir tímann. Ef viðkomandi á inni viðtalstíma, verður hann                       felldur niður í staðinn.  
    1.4.    Svör við fyrirspurnum sem berast í tölvupósti eða símleiðis eru almennt gjaldfrjáls. Sé fyrirspurn hins vegar beint til lögfræðings er tekið gjald fyrir svarið. 
    1.5.    Fyrir lögfræðivinnu utan skrifstofu og/eða utan venjulegs vinnutíma reiknast allt að 50% álag á tímagjaldið.
    1.6.    Miðað er við fyrstu hjálp eða grunnþjónustu, þ.e. mat á réttarstöðu og ráðstafanir til að tryggja hana og skýra og  ráðgjöf og aðstoð við fyrstu aðgerðir, s.s. bréfaskriftir, álitsbeiðnir, matsbeiðnir, álitsgerðir, fundi, erindi til stjórnvalda og samskipti við lögmenn.  
    1.7.    Er yfirleitt miðað við 1-4 klukkustunda vinnu við hvert mál. Séu mál umfangsmeiri og tímafrekari falla þau almennt utan marka lögfræðiþjónustunnar og er þeim þá vísað til starfandi lögmanna enda er félagið ekki lögfræðistofa heldur  hagsmunafélag sem veitir félögum sínum niðurgreidda lögfræðiaðstoð að ákveðnu marki.

 

2.    Húsaleiguþjónusta
    2.1.    Fyrir gerð húsaleigusamninga  um íbúðarhúsnæði er lágmarksþóknun  kr. 36.000.-  og er þá miðað við 2 tíma lögfræðivinnu. Innifaldar eru uppflettingar á vanskilaskrá.
    2.2.    Sé um aukaþjónustu að ræða, t.d. könnun á skilvísi leigjenda og yfirlýsingar um sjálfskuldarábyrgð, er tekin viðbótarþóknun  sem miðast við kostnað og ofangreint tímagjald. 
    2.3.    Fyrir leigusamninga um atvinnuhúsnæði er lágmarksþóknun kr. 58.000.-, þ.e. miðað við 4 tíma lögfræðivinnu.
    2.4.    Þóknun fyrir uppsagnir, leigugreiðsluáskoranir, riftunaryfirlýsingar og þess háttar orðsendingar og tilkynningar er  miðuð við tíma og tímagjald og er lágmarksþóknun kr. 12.500.- til  14.000.- 
    2.5.    Fyrir rekstur útburðarmála er þóknun miðuð við tímagjald, kr. 14.000.-, með 50% álagi.

 

3.    Húsfundaþjónusta
    3.1.    Húsfundaþjónustan er fólgin í lögfræðilegri ráðgjöf og aðstoð við undirbúning og boðun funda, stjórnun funda og ritun fundargerða. 
    3.2.    Einnig sér félagið fyrir fundaaðstöðu (fundasal) og er greitt sérstaklega fyrir það.
    3.3.    Húsfélög sem eru í félaginu eða samþykkja að ganga í það á fundinum greiða að lágmarki fyrir þjónustuna kr. 85.000.-, auk útlagðs kostnaðar og salarleigu.
    3.4.    Sé óvenju mikil vinna við undirbúning fundar og fundarhaldið reiknast viðbótarþóknun samkvæmt tímagjald, með eða án álags. Gildir það um einnig um fjölmenna og langa fundi.
    3.5.    Framkvæmastjóri getur þegar sérstaklega stendur á heimilað að húsfélagi sem ekki er félaginu verði veitt húsfundaþjónusta. Komi til þess skal þóknun fyrir þjónustuna vera allt að tvöfalt hærri en fyrir húsfélög í félaginu. Sama gildir ef tillaga um inngöngu í félagið er felld á fundi, sbr. gr. 3.3.

 

4.    Virðisaukaskattur. Útlagður kostnaður.
Allar þóknunarfjárhæðir eru með virðisaukaskatti. Sé um útlagðan kostnað að ræða, t.d. vegna gagnaöflunar, sendingarkostnaðar, ljósritunar, móta hjá stjórnvöldum og dómstólum, aksturs o.fl., er greitt sérstaklega fyrir hann og er engin slíkur kostnaður innifalinn í þóknuninni. 

 

5.    Fundir á skrifstofu félagsins.
Þegar fundir eru haldnir á skrifstofu félagsins utan venjulegs vinnutíma er áskilinn réttur til að taka kr. 12.000.- aðstöðugjald.

Gjaldskrá þessi gildir frá 1. janúar 2016.

Stjórn Húseigendafélagsins.