Starfsemi Húseigendafélagsins er þríþætt:

Almenn hagsmunagæsla

Húseigendafélagið er fyrst og fremst almenn hagsmunasamtök fasteigna- eigenda hér á landi og gegnir í því efni mjög mikilvægu hlutverki og hefur á 90 ára starfsferli haft veruleg áhrif þeim til framdráttar og staðið dyggan vörð um hagsmuni þeirra. Hagsmunagæsla- og barátta fyrir félagsmenn og fasteignaeigendur yfirleitt snýr einkum gagnvart stjórnvöldum, t.d. í löggjafar- og skattamálum. 

Almenn fræðslustarfsemi

Á skrifstofu félagsins að Síðumúla 29, fá félagsmenn upplýsingar, gögn og ráðgjöf um hvaðeina sem snertir eignir þeirra og hagsmuni. Þangað geta félagsmenn komið eða hringt og fengið úrlausn sinna mála. Á skrifstofunni eru fyrirliggjandi margvísleg gögn og upplýsingar, s.s. lög og reglugerðir, eyðublöð fyrir húsaleigusamninga og fræðsluefni af ýmsu tagi. Húseigendafélagið er upplýsingasjóður og fróðleiksbanki sem hefur að geyma fjölda lögfræðilegra greina sem félagsmenn geta fengið endurgjaldslaust. Greinar þessar eru skrifaðar ýmist af formanni Húseigendafélagsins og lögfræðingum félagsins.

Ráðgjöf og þjónusta

Um áratugaskeið hefur Húseigendafélagið rekið sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttarsviðum, sem snerta fasteignir og eigendur þeirra. Endurgjaldið sem félagsmenn greiða fyrir lögfræðiþjónustuna er verulega lægra en sjálfstætt starfandi lögmenn taka fyrir sambærilega þjónustu.

Hver er hagurinn af félagsaðild?

Félagsaðild er forsenda fyrir þjónustu félagsins. Það eru félagsmenn sem standa undir starfsemi þess að öllu leyti. Félagið nýtur engra styrkja og stendur alfarið á eigin fótum. Húseigendafélagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu sem hefur verið þungamiðjan í starfsemi félagsins síðustu áratugi. Býr félagið yfir mikilli og sérhæfðri þekkingu og reynslu í fasteignalögfræði, ekki síst í málum fjöleignarhúsa og húsfélaga. Með félagsaðild öðlast einstaklingar og húsfélög aðgang að þekkingarbanka félagsins, sérhæfðri lögfræðiþjónustu og húsfundarþjónustu. Slíkar upplýsingar og þjónustu er hvergi annars staðar að fá. 

Þú getur skráð þig í félagið hér. 

Lög um fjöleignarhús

Húsaleigulög